Jóló

Ég veit ekki hversu oft ég hef ætlað mér að vera búin að græja ALLAR sko ALLAR jólagjafir fyrir 1.des …

Í huganum hef ég svo séð fyrir mér yndislegar stundir í desember , ég með heitt kakó og smákökur (dugar ekkert minna en 13 sortir )  sem ég er líka sko LÖNGU búin að baka .

Undir teppi að horfa á jólamynd eða hlusta á jólatónlist með fallegar jólaskreytingar í hverju horni. Húsið ilmar eins og mandarínur og negull en samt líka eins og ég sé alltaf nýbúin að taka eithvert bakkelsi út úr ofninum.  Það er allt svo rosalega tandurhreint þarna heima hjá mér ,þvotturinn ilmar eins candyfloss og allt er svo óendanlega mjúkt. Þú getur meira að segja speglað þig í hnífapörunum svo dugleg er ég að pússa og þrífa!

Ég sendi líka alltaf öllum vinum og vandamönnum heimatilbúin jólakort þar sem ég segji frá öllum þeim skemmtilegu uppákomum sem ég hef lent í síðasta árið . Auðvitað fylgir með mynd af mér ( óunnin  þarf ekkert photoshop á þetta andlit ) annað hvort úr reykjavíkurmaraþoninu , eða upp við stein á Esjunni . Eða af mér á eithverri eyju suður í hafi helst þegar sólin er að setjast …lífið krakkar lífið .

Okey nei …ég er ekki alveg svona fabjulöss en minn tími mun koma !!

Ég er að minnsta kosti komin langleiðina með gjafirnar , lofa því þó ekki að ég muni sleppa við minn árlega panikk jólagjafaleiðangurstrylling . Þar sem ég snýst í kringum sjálfa mig kaupandi tvisvar það sama fyrir mömmu því ég bara gleymdi ég væri löngu búin að kaupa það . Hálfgrenjandi á öxlinni á eithverjum búðarstarfsmanni því að þetta sé sko ALLS EKKI NÓGU FLOTT OG MIKIÐ handa kærastanum mínum . Eða að það sé bara ekki til neitt til þess að kaupa  á ÍSLANDI og það eina rétta sé að flytja héðan helst í gær !!

Ég er allavega ágætlega róleg enn sem komið er … samt er allt á rúi og stúi , kakan í ofninum brann , aðventukransinn minn féll í frekar grýttan jarðveg hjá hinum helmningnum og ég bara get ekki svarað því hvað mig langar í jólagjöf þegar ég er spurð !

JÚ nú veit ég ! mig langar í samlokugrill ❤

Hafið það gott knús Álfa

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s